við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.

Aldrei skal ég skilja fólk sem mætir hresst og kátt í Kringluna til að versla á sunnudögum. Aldrei myndi mér detta það í hug að vakna hress og kátur á sunnudegi og fara niður í Kringlu til að útrétta.

Gæti verið að það hafi eitthvað með það að gera að ég sé að vinna þunnur en gærkvöldið var rosalega skemmtilegt. Rosalega finnst mér alltaf gaman að sitja með félögunum og drekka bjór. Við getum bullað endalaust um allt og ekkert. Þó fannst mér mínus þegar að strákarnir ákváðu að eyða korteri eða svo í að segja sögur af mér, allt sögur sem fólu í sér að ég hefði gert eitthvað sem ég hefði ekki átt að gera eins og að græta stelpur og að tala mikið og af mér. Vú hú, gaman það.

Bærinn var blautur, rigningin getur haft skrýtin áhrif á fólk. Fórum fyrst á Metz þar sem ekkert merkilegt var að gerast nema að Bjalli var hress, Egill var hress og gamli Yuakatan bassaleikarinn var hress. Liðið fór síðan á Hverfis sem var ágætt. Hitti þar slatta af liði og tók nokkur spor.

Tveggja daga vaktafrí tekur núna við og í því verður spilað við strákana.

2 athugasemdir á “við skýin erum bara að kíkja á leiki mannanna.

  1. Ég held að þú sért aðallega pirraður vegna þess að þú náðir ekki að þynnkudömpa í vinnunni og varst bara að massa hvern kúnnann eftir öðrum með þráðlaust ADSL… alltaf skemmtilegt

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s