Hægðu á þér Gummi, hægðu á þér.

Í fjölmiðlafárinu sem fylgt hefur hinni nýju auglýsingu Umferðarstofu hefur mikið verið talað um hver gerir hana og þar fram eftir götunum. Guðjón vinur minn leikstýrði henni og er þetta frábært hjá honum og allt það.

Hinsvegar hefur í öllu fárinu vantað mikið uppá að spurt sé hver keyri bílinn sem fari á ógnarhraða útí eilífðina í lok auglýsingar og setur þar með lokahnykkinn á þá tilfinningalegu rússíbanareið sem að auglýsingin fer með okkur í gegnum. Því skal svarað hér og nú.

Það var ég.

12 athugasemdir á “Hægðu á þér Gummi, hægðu á þér.

 1. Og ekki gleyma hver var með allt projectið. Það var ég!!! Og hver var einn af dauðu andlitunum í auglýsingunni annar en hann Dóri.

 2. Ég var einmitt að velta þessum andlitum fyrir mér, ekki er þetta fólk sem hefur látist á þessum stöðum? Eru þetta almennt allt staðir þar sem danaslys hafa orðið eða er þetta ekki byggt á sannsögulegum?

 3. mér finnst samt merkilegast hvernig Togginn var hlunnfarinn í öllu þessu ferli. Ég hefði jafnvel teikað bílinn, bara til að fá að vera með 😦

 4. Sá enginn greinina í Mogganum þar sem verið var að fjalla um auglýsinguna?

  Það var frekar ítarlegt og plássmikið miðað við að þetta er auglýsing… svo var sýnt mynd af tökustað sem stóð undir

  „Guðjón Jónsson leikstjóri ræðir við tökumann við gerð auglýsingarinnar“

  …svo var þetta bara einhver síðhærður gæji sem hefur rápað inn á settið 🙂

  Mér fannst það frekar týpískt.

 5. Gummi, þú ert að standa þig þvílíkt vel í leiklistarframanum. Ég meina fyrst Hárið og svo þetta!!!! Ég er stolt af þér

 6. Galgopinn gerði nú armbeyju í Happ í hendi hjá Hemma Gunn og vann örbylgjuofn. Toppaðu það. En það var einmitt Þegar Kiddi ætlaði að rusta þessari spurninga keppni en endaði sem tapari.

Lokað er fyrir athugasemdir.