Switch

Ef það er eitthvað sem fer í pirrurnar á mér við annars frábæran flutning minn frá PC yfir á Mac að þá er það tvennt sem að stendur uppúr.

FTP forrit á Mac eru miklu verri en á PC. FlashFXP hefur höfuð og herðar yfir allt það sem er í boði á Mac. Sama hvað ég hef prufað, Interarchy, Transmit, Fetch eða Cyberduck að þá er ekkert af þessu jafn gott og FlashFXP eða bara Filezilla á PC. Fáránlegt að tengja sig inn á PC vélina mína í gegnum Remote Desktop til að nota FlashFXp til að gera suma hluti.

Annað mál á dagskrá er blessað móðurmálið. Sama hvað tautar og raular að þá virkar Firefox ekki. Ég get ekki skrifað ð, þ og ö í Firefox nota bara Camino á meðan sem er mjög góður en samt ekki FireFox. Ástæðan er held ég sú að vélin mín er keypt úti og íslenskan er höxuð inn í stað þess að ég hafi keypt 15.000 króna staðfærsluna frá Apple á Íslandi. Það á ekki að refsa manni fyrir að kaupa tölvuna annarsstaðar. Linux vélar, Windows vélar og hvaðeina virka á hvaða tungumáli sem er, hvar sem er. Rugl og vitleysa.

3 athugasemdir á “Switch

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s