Ég held að ég sé að verða gamall. Mín mesta skemmtun þessa dagana hefur verið að horfa á BBC þætti með Michael Palin (Monty Python) þar sem hann reynir að gera eins og Phileas Fogg í Umhverfis jörðina á 80 dögum eftir Jules Verne.
Frábærir þættir sem eru spuni frá upphafi til enda og má Palin ekki nota flugvélar heldur eingöngu báta og lestar eins og í bókinni. Fyndið að sjá hann snapa far á flutningaskipum þar sem að hann er að fara á milli landa þar sem eingöngu er hægt að fara með flugi, vandamál sem að Phileas Fogg átti auðvitað ekkert í.
Annars byrjar svo þriðja sería af Little Britain í haust á BBC3 þannig að þá getur maður aftur farið að brosa. Þessar tvær seríur sem að maður er búin með eru gullmolar.
ég held að allt sem þessir gaukar í monthy python hafi komið nálægt sé fyndið.
„The only gay guy in the village“ er hrikalega fyndinn. Ég stilli sko á BBC3 í haust.