Nauðsynjavörur

Hér eru fimm forrit sem ég get ekki verið án á Makkanum mínum. Í engri sérstakri röð.

AdiumX.
Besta MSN forritið sem til er. Betra en MSN sjálft og það frábæra er það virkar ekki bara með MSN heldur líka með iChat, AOL, Yahoo Messenger og Google Talk ásamt fleiri stöðlum. Allt á einum stað. Svo má stilla forritið til andskotans til að þóknast sér bæði verklega og útlitslega.

 

HimmelBar
Finder í Mac OS X er handónýtt tól að mínu mati. HimmelBar leysir það að mestu en þetta litla hraða forrit keyrir í statusbarnum og gefur manni aðgang að öllum forritum og tólum sem maður þarf á að halda. Einhverjir gætu bent á QuickSilver í staðinn en þetta þóknast mér betur.

 

CyberDuck
Frábært fríkeypis FTP forrit. Ég hef reyndar ekki enn fundið FTP forrit sem nýtist mér 100% á makkanum. Stundum nota ég Transmit (sem kostar) og stundum nota ég Cyberduck og það sem er verra að stundum nota ég Terminal. Ef ég er í algjöru rugli að þá nota ég Remote Desktop til að nota FlashFXP á PC vélinni.

 

Delicious Library
Það eru fá forrit sem að fá fólk til að slefa yfir Makka eins og þetta forrit. Sýnir DVD safnið, geisladiska safnið já eða bara bókaskápinn á grafískann hátt og svo er auðvelt að halda utan um hver fær hvað lánað með þessu. Mjeg flott.

VLC
VLC spilar allt, allt segi ég. Ef maður er ekki viss hvaða codec eða hvað eitthvað er að þá eru miklar líkur að það skipti engu máli þar sem að VLC gleypir við þessu. Líka til fyrir PC og allan andskotann.

Svo verður einnig að nefna iCal, iSync, iTunes og Mail en það er ótrúlegt hvað forritin sem Apple gera sjálfir eru góð. Þau eru einföld og virka einstaklega vel saman. Monolingual er einnig mjög sniðugt þar sem það hreinsar út fjöldan allan af tungumálum sem maður notar aldrei sem komu inn með stýrikerfinu. Forritið losaði um 3gb af minni vél.

Auðvitað vantar hér fullt af dóti en þetta er þó eitthvað. Ef þú ert á makka og ert ekki með þessu forrit mæli ég með að athuga þau. 

4 athugasemdir á “Nauðsynjavörur

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s