get a mac

Apple hafa hrundið af stað nýrri auglýsingaherferð sem á að sýna hvað Makkinn er æðislegur og frábær en PC tölvur leíiðinlegar.

Þetta eru ágætis auglýsingar þar sem húmorinn er í fyrirrúmi en einhverjar tölur og staðreyndir látnar liggja á milli hluta, sérstaklega finnst mér Networks týpan skemmtilegust. En það er eitt sem böggar mig útí hið óendanlega.

Makkar frjósa alveg og það þarf oft að endurræsa þá. Það er barnalegt að halda öðru fram eins og heil auglýsing gengur útá hjá þeim. Ég nota PC í vinnunni og meira segja nota ég PC líka heima þegar að Makkinn er ekki til í tuskið og ég endurræsi þá ekki oftar en Makkann minn og þeir frjósa ekki oftar heldur. Það er líka fullt af holum og bakdyrum sem hægt er að nýta á Mac OS X en þar sem langtum langtum langtum færri nota Mac að þá eru tölvuþrjótarnir bara PC megin að angra fólk.

Ég fíla Apple og er stoltur notandi þeirra en svona barnaskap fíla ég ekki. 

12 athugasemdir á “get a mac

 1. Ég endurræsi PC inn mun oftar, þar sem network gaurarnir inní vinnu eru með stillt á einhverja sjálfvirka uppfærslu, sem hleður inn öryggisuppfærslur í hverri viku.

  Endurræsi Makkann hins vegar nær aldrei.

  Ég hef hins vegar ekki lent í því að PC-inn né Makkinn frjósi mjög lengi. Jú, forrit frjósa, en bæði stýrikerfin eru stabíl.

 2. Það er bara fasistaskapur í kerfisstjórunum að láta þig restarta við hvert update. Þess þarf ekki alveg eins og með update í Mac OS X, það er bara í stærri uppfærslum sem þess þarf.

  En rétt hjá Einari. Forrit frjósa, svo einfalt er það. Makkar, PC, GSM símar, Xbox og Playstation 2.

 3. Alveg sammála, ykkur. Finnst eins og auglýsingin sé ætluð eldra fólki sem er hrætt við vírusa og hrætt við að vera ekki ilengur kúl! En að endurræsa í hverri viku eftir uppfærslur hlýtur nú að vera ofsögum sagt. Meirað segja MS senda ekki út uppfærslur nema einusinni í mánðu held ég.

 4. Bara hið klassíska vandamál með að jaðarauglýsingar virka fráhrindandi á þá sem hafa áhuga og hefðu því frekar viljað kjarnaauglýsingar.
  Apple hefur nú alltaf verið meira fyrir jaðarinn samt 😉

  Varðandi endurræsingar þá er enn munur á því hversu vel stýrikerfin standa. Eitt af því sem VISTA á að gera er að fækka endurræsingum við uppfærslur. Ef það eru t.d. 10 updates í WinUpdate og tvö þurfa uppfærslu þýðir það tvær endurræsingar en ekki í SoftwareUpdate í MacOS.

  Uppitíminn? Tja, lappinn minn er búinn að taka þetta hikstalaust í 37 daga (degi lengur en Linux-boxið sem er vefþjónn PÍ). Við síðustu endurræsingu (sem var vegna security update) var uppitíminn 32 dagar. Á þessum tíma hafa forrit alveg frosið hjá mér en ekki tekið stýrikerfið niður með sér (7 9 13…).

 5. æjá ég þoli ekki svona heilaþvott.. veit ekki hversu oft ég er búnað tauta í mega pirringi yfir mininum mínum „jájá einmitt, apple frýs aldrei.. neinei það þarf aldrei að rístarta“

  he he:P

 6. Ég tek áhættuna á því að verða resident Apple vælukjóinn hér, en þú getur rústað kerfinu með asnaskap þegar þú kemur heim með spánýja windows vél, á meðan að nýr os x biður þig þó kurteislega að slá inn kerfislykilorð áður en slíkt er leyft.

  Að keyra kerfið sitt með fullar heimildir er eins og að vera ekki með hjálm, það er aðeins minna vesen en þú deyrð oftar.

 7. tek undir það addi minn en það breytir því ekki að auglýsingin sem talað er um er asnaleg.

  Mjög sniðugt að prompta svona alltaf um admin pass, mjög sniðugt.

  Auglýsingarnar eru samt ekki réttar, punktur 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s