Þessi skrif Marðar Árnasonar eru einhver þau undarlegustu sem að ég hef lesið lengi.
„Þeir fara einn á fætur öðrum úr líkamanum, rétta upp hendurnar og stíga til himna með miklum þjáningarsvip. Greinilega ekki mikið fjör hjá guði. Nema þegar bílstjórinn (eða var það farþeginn í framsætinu) ætlar að fara að henda sér á eftir þeim þá fattar hann að bílbeltið er spennt? Hann verður ákaflega glaður. Súpi þeir hel sem með honum óku – ég dó ekki!"
Þetta er einhver sú mesta þvæla sem að ég hef lesið og svo í lokin kallar hann svona auglýsingar Sjálfstæðisflokks auglýsingu. Hvernig í fjandanum er hægt að misskilja eina auglýsingu svona hrikalega? Ef hann er ekki að misskilja hana og er að reyna að vera hnyttin og sniðugur að þá gengur það ekkert sérstaklega vel heldur.
Það er ekkert Sjálfstæðislegt við það að óska fólki þess að lifa lengur en 20 ár eða að benda fólki á að nota beltin. Er það eitthvað frekar Samfylkingarlegt að óska fólki þess að deyja og þá helst í hóp? Er Samfylkingin bara költ söfnuður þar sem fólk á að deyja í hópum í góðu sprelli?
Það er staðreynd að auglýsingar með "shock value" ganga betur ofan í fólk og skilja meira eftir sig og fá fólk til þess að hugsa heldur en að setja einhvern bækling innum lúguna eða að taka skólakrakka á sal og tala um hættur lífsins og ábyrga notkun bílbelta. Fólk talar um þessa auglýsingu en það myndi aldrei tala um bækling sem það fékk innum lúguna. Tilgangur Umferðarstofu er að fá fólk til að hugsa sinn gang, sýna ábyrgð og nota bílbelti því að þau jú bjarga mannslífum.
Ég verð alveg rosalega pirraður að lesa svona. Mörður er að gera lítið úr þeim sem að látist hafa í bílslysum, það sé allt tengt Sjálfstæðisflokknum og að þeir sem lifi af bílslys hugsi bara um sjálfa sig og sé sama um alla aðra.
Ef ég hitti Mörð úti á götu mun ég skamma hann.
Ég er sammála þér. Þetta er með því ósmekklegra sem ég hef lesið í langan tíma…
Þessar auglýsingar eru góðar eins og svo margt annað sem hefur komið frá US undanfarið.
Það að sjá einhvern pólitískanvinkil á þessu er „all in his head“ og ósmekklegt. Fólk sér samt alltaf það sem það vill sjá og lítið sem hægt er að gera í því.
Það sér auðvitað hver maður að Mörður Árnason er eitthvað tæpur á geðsmunum. Ótrúlegt að þessu maður skuli vera inni á þingi segi ég bara.
Gaman að vita hvers konar nöttarar stjórna landinu okkar!
Það að hann skuli sjá eitthvað pólitískt út úr forvarnarauglýsingu Umferðarstofu segir okkur bara það, að hann hlýtur að hugsa aðeins of mikið um bláu höndina.
ég skil samt ekki af hverju er verið að endurgera erlenda auglýsingu, veit það einhver?
Aðlaga norska auglýsingu að íslenskum aðstæðum. Skilaboðin eru auðvitað þau sömu. Í auglýsingunni hjá norku umferðarstofunni er keyrt á risavaxið tré sem væri erfitt að finna meðfram þjóðvegunum hér.
Það sem er verið að vekja fólk til umhugsunar er auðvitað það sem að skiptir máli, sama hvort að auglýsingin er endurgerð af einhverju sem að engin hafði séð á Íslandi áður eða ekki.
mér finnst gaman að hann sé að tala um mig hihi