Jæja, þetta internet var víst engin bóla og því byrjar tóndæmi dagsins aftur að uppfærast.
Mates of State fengu 4 af 5 mögulegum á Rjómanum sem er afbragðs góð einkunn og því skylda að athuga málið. Hjón hér á ferðinni sem eru sæt og krúttleg að gera þannig tónlist.
Ég hefði líka gefið sömu einkunn ef ég hefði skrifað dóminn enda er þetta eðalplata með nokkrum eðal sumar hitturum.
For the actor og Think Long eru þó yfirburðalög sem eru á öllum playlistum hjá mér þessa dagana.
Mates of State – For the actor
Mates of State – Think Long
