Sælkerinn

Það skiptir miklu máli fyrir unga menn á uppleið að borða vel og fá næga næringu úr matnum. Það hjálpar mikið að taka lýsi og borða fjölbreytta og góða fæðu sem búin er til úr ferskum og góðum hráefnum.

Ég er góðu vanur enda Jóh. Er ekki alin upp við sjónvarps matreiðslu og rétti fyrir sjálfstæða íslendinga heldur alvöru mat sem búin er til af góðum kokki.

Þegar ég elda reyni ég að hafa í heiðri þá gullnu reglu mína að borða góðan mat. Panta t.d. aldrei flatbökur og reyni að stilla ruglinu í hóf. Í kvöld var sannkallað hlaðborð matar þar sem mátti finna svínakjöt, lambakjöt og nautakjöt ásamt brauðmeti og þrjár tegundir af sósum.

Í matinn voru pylsur.

Ég verð líka að nefna að ORA menn og konur fá skammir í hattinn fyrir að hafa sett ORA tómatsósuna sína í eins flöskur og Hunts og sett límmiða strategískt á sömu staði og Hunts gera á sínum flöskum. Það gerði það að verkum að ég keypti vitlausa sort og ég get sagt ykkur það að ORA tómatsósa er ekki neitt spes, hún er eiginlega bara frat. Ég vona að ORA menn og konur ákveði nú ekki að gera dæla út heilli fjölskyldu af tómatvörum. Fiskibollur í dós eru þeirra fag og þar skulu þau halda sig. 

Ein athugasemd á “Sælkerinn

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s