elliðarárdalur

Eitt af því furðulegra sem kom fram á fundinum í gær var það að Skipulagssvið borgarinnar hefur verið að beiðni gamla meirihlutans að teikna upp skipulag fyrir Elliðarárdalinn þar sem komin var hersing af atvinnuhúsnæði alveg í beinni röð frá Staldrinu að Sprengisandi, Breiðholtsmegin.

Hvaða vitleysing dettur í hug að setja byggð í dalinn? Þetta á að vera eitt stórt grænt svæð og þegar að  þessir örfáu sem eru með hús í dalnum annað hvort falla frá eða ætla að selja á borgin að leysa húsin til sín og rífa þau.

Sveit í borg er málið hér gott fólk. Vilhjálmur Þ. sagði að þegar hann hefði séð þessar teikningar hefði hann sagt við skipulagsliðið að setja þetta bara ofan í skúffu, það yrði aldrei af þessu.

Vinstra fólkið grætur Kárahnjúka en er til í að steypa í dalinn. Í guðanna bænum. 

4 athugasemdir á “elliðarárdalur

 1. Kvöldið.

  Látið Elliðarárdalinn vera, fólk fer i gönguferðir með fjölskyldunni um helgar og nýtur þess.
  Í Elliðarárdalnum er friðsælt og það er fínt að fá sér göngutúr og finnast maður vera langt í burtu fá erli borgarinnar, þetta er mikill kostur.
  Ég skyl bara ekki hvað fólk leyfir sér að leika sér með almenningeignir, þó það sé kosið eða ráðið í vissar stöður sem þýðir að það sem þau gera á að vera öllum fyrir bestu, sumt fólk gleymir sér bara og egóið tekur yfir og þá þarf fólk að byggja sér „minnisvarða“ útum allt.
  Það mætti klára dalinn, setja bekki og drykkjarbrunni einsog þennan fyrir neðan Árbæjarkirkju.
  Ég nota dalinn mikið bæði í vinnuni og í einkalífinu, EKKI EIÐILEGGJA HANN í einhverri valda flippi.
  Ég gæti vel vargast, skammast og gargað, hennt mér í gólfið og sparkað en Vaknið á hvaða flippi eruð þið….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s