tóndæmi dagsins

The Flaming Lips hafa verið í mörg ár á listanum yfir þau bönd sem ég þarf og ætla að sjá á sviði. Ég græt enn að hafa ekki séð þá í Hölinni fyrir margt löngu, á sömu tónleikum og Suede spiluðu.

Það að hafa ekki farið á þá tónleika eru auðvitað byrjenda mistök, ég var ungur og vitlaus.

Kwaya Na Kisser er án efa uppáhalds mp3 bloggarinn minn. Svipuð tónlist og ég fíla og einkar oft eru heilir tónleikar þarna í góðum gæðum, það er eitthvað sem ég fíla. Óli Jóh, bróðir minn fær fullan plús í kladdann fyrir að benda á þetta mp3 blogg. Þetta er með þeim betri. Óli er þá góður í að finna blogg, ekki er hann góður í PES. Það vitum við öll.

Nýlega var þangað skellt inn Flaming Lips tónleikum frá Svíþjóð sem eru alveg fáránlega góðir og stendur þar upp úr hið frábæra Yeah Yeah Yeah Song sem er upphafslag nýjustu plötu The Flaming Lips, At War With The Mystics. Áhugasamir geta farið á mp3 bloggið og fundið alla tónleikana en ég set hér inn Yeah Yeah Yeah Song mér og öðrum til skemmtunar. Myndin sem fylgir með sýnir hvernig tónleikar með Flaming Lips eru, þeetta eru snillingar.

The Flaming Lips – The Yeah Yeah Yeah Song.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s