roadtrip

Næstum því var brunað á Ólafsvík eftir vinnu til að sjá SigurRós spila í félagsheimili staðarins en ég ákvað að sleppa því.

Á föstudaginn verður lagt að stað í Roadtrip 2006 en þá verður lagt af stað eldsnemma og skundað í Jökulsá eystri í river rafting, svo farið og teygt úr sér í höfuðstað norðurlands og svo farið á tónleika með SigurRós í Öxnadal.

Á laugardeginum verður svo farið af stað og endað í Bakkagerði á Borgarfirði Eystri og öskrað á Belle & Sebastian að taka lög að mínu skapi, eða þau lög sem þau tóku ekki á Nösu.

Planið er því þetta:

Fimmtudagur : Belle & Sebastian

Föstudagur: SigurRós

Laugardagur: Belle & Sebastian 

7 athugasemdir á “roadtrip

  1. Þú ætlaðir þá aldrei að fara með okkur í rafting á föstudaginn. Ekki frekar en að taka til hendinni í Breiðholti á laugardaginn

  2. Jökulsá eystri og Borgarfjörður eystri, einhver tenging? Þetta lítur grunsamlega út…. Annars er magnað að rafta á Jökulsá eystri, það er pro en Hvítá hún er bara fyrir amatöra.

  3. ég fór í jökulsá vestri (held ég) og drukknaði næstum, þó hún hafi verið ansi róleg mestanpartinn. Það var soldið stuð, alltaf langað að prufa e-ð kraftmeira síðan.

  4. Hvítá er piss og saur… svona fyrir 10 ára og yngri

    Jökulsá Eystri er fjör, maður hoppar úr bátnum án þess að ráða við neitt og stundum fær maður ekki ða fara niður vissar flúðir ef lítið eða of mikið sé í ánni og maður látin labba smá spotta, Það er rokk þó þá hljómi nú ekki þannig

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s