Á svona fallegum sumardögum þarf hressandi og glaðlega tónlist til að gleðja innipúka eins og lykilstarfsmanninn mig sem er fastur í vinnu.
Belle & Sebastian er hljómsveit sem maður getur hlustað á í góðu skapi sem og þegar dökk óveðurský hrannast upp fyrir ofan hausamótin. Í dag er ég í góðu skapi svo að það sé á hreinu.
Í gær var I´m a Cuckoo í japanskri útgáfu en í dag verður sama lag tekið af öðrum listamanni. Reyndar listamanni sem ég veit akkúrat ekkert um þannig að lagið verður bara að segja okkur allt saman. Lagið er tekið af plötunni A Century of covers (A Century of fakers er lag með b&s, sjáið hvað er verið að leika sér að orðum þarna) en platan hefur að geyma 20 lög með Belle & Sebastian tekin af óþekktum listamönnum.
Góðar stundir.
Billie the vision & the dancers – I´m a Cuckoo (Belle & Sebastian cover)

Þú ert svo örlátur á tónlist 🙂
Ég er alveg einstaklega örlátur já, enda svo vel upp alinn.
tónlist á að dreifa, fólk þarf að sjúga í sig þennan góða smekk sem ég hef 🙂
Öll forsíðan á gummijoh.net er um Belle…. nálgunarbann ?!?!?
Er eitthvað skrýtið að forsíðan sé þakin Belle & Sebastian færslum?
Síðan þín er nú bara ein stór afmælisdagbók.