Bjarki og Gurrý fá fullt hús stiga fyrir matarboðið á laugardaginn. Maturinn var frábær og félagsskapurinn góður. Ég hef aldrei drukkið jafn mikið í matarboði svo mikið er víst. Hvítt, rautt, bjór og kokteillinn hans Dóra.
Þar sem Dóri átti afmæli þetta kvöld ákvað hann að hafa þema og þema kvöldins voru Prinsessur og við vorum öll með bleikar kórónur allt kvöldið.
Það var kjúklingur í matinn sem var frábær, fullt hús stiga fyrir matinn. Ég sá um eftirréttinn og þar sem að Gurrý var á svæðinu varð ég að gera súkkulaðikökuna mína, ætlaði að gera eitthvað annað en það var ekki tekið í mál. Næst mun ég þó bregðast Gurrý og gera eitthvað annað, ef hún er ekki sátt við það getur hún bara fengið sér Twix.
Bjarki og Dóri verða að setja inn myndir, annars verð ég fúll.
Myndir on the way….og djöfull þarf súkkulaðikökusöbstitjútið að vera gott til að maður verði sáttur, en ætli að maður verði ekki að take a walk on the wild side og prufa eittvhað nýtt…
ég mæli með Twix, hreint ótrúlegt hvað það bragðast vel!