Tóndæmi dagsins er með einni af minni uppáhalds söngkonum. Reyndar stimplaði hún sig ekkert inn fyrr en hin síðari ár en á þeim er maður búin að melta og innbyrða næstum allt sem hún hefur gert. Sama hvort að það sé með hljómsveit eða í sóló fíling.
Neko Case er konan sem um ræðir en hún er rauðhærða ofurkonan í The New Pornographers, dæmi um hennar frábæru rödd má t.d. heyra í Letter to an occupant með sveitinni. Í sólo fíling hefur hún gert mikið gott dót og síðasta plata hennar Fox Confessor Brings the Flood er dæmi um snilldina. Okkur vantar lag í dag sem að tekur okkur niður eftir helgina en samt veitir okkur innblástur til að klára daginn.
Tóndæmi dagsins er af þeirri plötu og lagið er Hold On, Hold On.
