Eins og fólk hlýtur að hafa tekið eftir að þá er hann Toggi að tröllríða útvarpsbylgjum landsins ekki bara með laginu Heart in line sem fær endalausa spilun heldur er kappinn í viðtölum hér og þar og eins og þetta lítur út verður hann maður ársins í loks desember.
Platan hans Togga kemur út í september og ég veit fyrir víst að þetta er eðalgripur. Þetta er fyrir alla svo mikið er víst. Ef þú kaupir eina plötu í ár að þá má Puppy með Togga vera platan sem þú kaupir.
Á tonlist.is er Heart in Line lag vikunnar og kostar það bara 99kr sem þýðir að það er aðeins eitt í stöðunni.
Fara á tonlist.is og kaupa lagið. 99kr eru ekki neitt og ætti í raun að verðsetja lagið á 9999kr.
Toggi er með myspeis þar sem má sjá myndir af fallega drengnum og heyra falleg lög.