Í dag er rosalegt tóndæmi. Það rifjar upp góðar minningar og ég er ekki frá því að ég heyri öskrin í sjálfum mér.
Tóndæmi dagsins er með skosku sveitinni Belle & Sebastian sem átti Ísland í nokkra daga með húð og hár. Fyrir þá sem ekki vita að þá er Belle & Sebastian uppáhalds hljómsveitin mín og þar með besta hljómsveit í heimi.
Tóndæmið er The Boy with the arab strap af samnefndri plötu. Lagið er síðasta lag tónleikanna og stemmningin er í einu orði sagt þroskaheft, sérstaklega í lokin þegar öskrin fara í nýjar hæðir.
Belle & Sebastian – The boy with the arab strap (live in borgarfjörður eystri)
Það er augljóst að þú öskrar þarna. Er þetta tekið upp á Rás2?
get a room
OJ þér…..ekki var þetta fallegt af þér:(
love it.. ég heyrði mér mörgum sinnum var líka uppvið sviðið !!
Hvar fékkstu????? áttu upptökuna 🙂
Bestasti gummi
ja ég held að þetta sé í fyrsta og eina skiptið sem ég hef heyrt hrópað OLE OLE á tónleikum!!! Fyndið.
jæja langt síðan ég hef bloggað,!!! jæja, en samt, kanski seinna.
Þetta er kúl. Þetta voru tónleikar sem ég missti af vegna fótboltaferðar. Það fannst mér leiðinlegt. Eins gott að við unnum svo mótið, annars væri ég sennilega enn að gráta.