Dóri gerir stundum ansi skrýtna hluti sem ég skil ekki alltaf en ég hugsa bara sem svo að ég eigi ekkert að skilja þá. Sumir gera bara hlutina eftir sínu nefi og maður á ekkert að vera að agnúast í þeim.
Í gærkvöldi var ákveðið að poppa. Dóri fékk að stjórna þeirri aðgerð enda var ég upptekinn við mikilvægari hluti. Nokkrum mínutum seinna kemur Dóri skælbrosandi með popp í skál og segir gjöriðið svo vel.
Popppið var það versta sem að ég hef smakkað. Í stað þess að nota smjör eins og lög og reglur þessa lands gera ráð fyrir notaði hann sólblómaolíu. Hefði hann notað ólívuolíu hefði ég fyrirgefið honum verknaðinn en nei nei. Sólblómaolía varð fyrir valinu og svo heil ósköp af miðjarðarhafssalti. Ekki einhverju sænsku borðsalti, heldur dýrari týpunni.
Poppinu hentum við enda var það óætt. Þess í stað fékk ég mér mjólkurkex á meðan að Dóri borðaði saltstangir sem hann dýfði ofan í hnetusmjör. Dóri hefur alveg einstaklega furðulega borðsiði og borðar enn furðulegri mat.
Þetta er ágætis stafsetningaræfing þar sem maður á að taka í burtu nafnið Dóri og setja nafnið Gummi Jóh í staðinn og þá er æfingin rétt.
Prófið að spreyta ykkur…