Daniel Johnston

The Devil and Daniel Johnston er einhver áhrifamesta heimildarmynd sem ég hef séð lengi. Hún fjallar ekki um endalok heimsins, mörgæsir né 11.september heldur tónlistarmanninn Daniel Johnston sem skilur eftir sig alveg ótrúlegt magn af frábæru efni og er enn að. Daniel þjáist af geðhvarfasýki sem hefur háð hann næstum alla hans ævi. Það er ótrúlegt að hlusta á upptökur frá því hann var unglingur þar sem hann hamrar á píanóið og syngur eins og engill alveg fáránlega góð lög. Hæfaleikaríkur með endemum.

Daniel var alltaf með kassettutæki á sér og tók upp heilusamtölin sem nýtt eru í myndinni um hann og það er hreint ótrúlegt að sjá og heyra hvernig sjúkdómurinn nær tökum á drengnum. En tónlistin er hreint út sagt frábær. Ég fór strax í það verk að ná í fleiri plötur með honum en ég átti bara eitt og eitt lag fyrir. David Bowie, Flaming Lips, Wilco, Eels, Pearl Jam, Tom Waits, Beck, Brigh Eyes og svo mætti lengi telja eru allt listamenn sem mært hafa Daniel Johnston. Svo er hann líka málari og litlar myndir eftir hann eru að fara á fleiri þúsund dollara. Væntanlega hækkar verðið núna eftir að myndin kom út.

Á eftir set ég inn tóndæmi með Daniel, nenni því ekki akkúrat núna.

Meira um Daniel á Wikipedia. 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s