helgin

Í fyrsta skipti á ævinni hef ég hitt manneskju utan af landi sem ekki hefur unnið í Esso söluskála. Særún María fær þann heiður.

Hattapartý B-liðsins var skemmtilegt, toppar auðvitað ekki partýið í fyrra en þetta var gott partý. Bærinn var same old same old þannig lagað. Maður týndi strákunum, fann þá aftur, þeir týndu mér, fundu mig aftur.

Sunnudagurinn fer í sögubækurnar sem óprodúktívasti dagur minn frá upphafi. Hvað gerði ég þann dag? Akkúrat ekki neitt. Það merkilegasta sem ég gerði var að tæma uppþvottavélina og setja í hana aftur. 

Ég linni ekki látum fyrr en að mynd af hatti BÖB verði komin á netið. 

 

5 athugasemdir á “helgin

  1. reyndar langar mig að leiðrétta þig aðeins svona þar sem við höfum hist, ég er sveitamaður sem hef aldrei unnið í Esso söluskála. Mig rekur meira að segja ekki minni til þess að ég hafi farið inní svoleiðis stofnun, þó svo að það sé ekki alveg skothelt.

  2. Ég hef heldur aldrei unnið í Esso söluskála, né þá heldur í Hamraborg – bæjarsjoppunni, eða Samkaupum… Hins vegar vann ég í rækju í tvo daga einu sinni, í Súðavík. Það var ekki fyrir mig…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s