Ég er búin að gera upp hug minn. Uppstokkun Morgunblaðsins er mér ekki að skapi. Ég hef síðustu 20 ár eða svo gluggað í þetta blað að einhverju leiti. Með árunum hefur maður lesið meir og meir í blaðinu og nú er svo komið að það er engin dagur heill án þess að Morgunblaðið hafi verið lesið.
Nú hafa markaðsmenn og konur ákveðið að stokka upp blaðið, blása nýju lífi í Árvakurs seglin og breyta umbrotinu. Þetta eru ekki stórar og miklar breytingar en þær eru þó það alvarlegar að morgnarnir mínir eru í uppnámi. Sem bitnar svo á samstarfsfólki mínu.
Ég er búin að koma mér upp ákveðinni rútínu hvernig Morgunblaðið skal lesið en eftir þessar breytingar er búið að rústa þeirri rútínu. Ég byrja alltaf aftast, les fyrst léttmetið. Tónlist, kvikmyndir, dagskrá dagsins og þetta allt og vinn mig svo úr minningargreinum í innsendar greinar og svo fréttir og fréttaskýringar.
Það er bara ekki hægt núna og ég er ekki hrifinn af blaðinu mínu eftir þetta útspil þeirra. Blaðið (Blaðið með stórum staf) er þó blað sem mér finnst hafa tekið stökk til hins betra, stórt stökk ef eitthvað er. Sigurjón M. Egilsson og Janus hafa hleypt nýju lífi í Blaðið, sem er hið besta mál.
Ég vil gamla Moggann, nýjar fréttir.
Ég vissi nú ekki einu sinni að þú kynnir að lesa. Enda skoðaru alltaf bara myndirnar.
Vá hvað ég er sammála!!! Byrjaði einmitt að lesa Moggan aftast en það er ekki hægt lengur! Er með prufuáskrift af Mogganum í einn mánuð en les hann sjaldnast. Gríp frekar í Fréttablaðið og Blaðið.