Valur íslandsmeistari

Frábært hjá Valsstúlkum að vinna íslandsmeistaratitilinn en ég varð hneykslaður þegar ég sá í fréttum að lið FH hefði ekki mætt í leikinn í gær við Val.

Það skal sekta knattspyrnudeild FH fyrir þetta, bæði karla og kvenna og banna þeim að spila heimileiki eða eitthvað. Þetta á ekki að líðast, gera skal fordæmi úr FH fyrir þetta og þannig kemur þetta ekkert fyrir aftur.

Ef þetta væri ungmennafélagið Eilífur sem gæti ekki mannað liðið vegna þess að það væru flestir leikmenn í réttum, sauðburði eða í heyskap að þá skal ég kaupa þetta en ekki í efstu deild í meistaraflokki.

Þessir hafnfirðingar eru bara allir bjálfar.

7 athugasemdir á “Valur íslandsmeistari

 1. Áður en farið er að úthrópa framkomu meistaraflokk kvenna er lágmark að setjast niður og skoða málið í heild sinni.
  Meistaraflokkur FH hefur núna spilað í úrvalsdeild kvenna í 7 sumur í röð. Fyrsta árið var afar erfitt og hélt liðið sæti sínu vegna þess að ÍA dró sig úr keppni. Þangað til nú hefur liðið svo haldið sér í deildinni. Besti árangurinn náðist árið 2004 þegar liðið fékk að mér minnir 15 stig. Þjálfarinn var þá launaður með því að fá engin laun greidd fyrr en eftir dúk og disk. En hann vann þá launalaust svo mánuðum skipti. Á hverju ári hefur liðið í raun verið að byrja upp á nýtt vegna mikils brotthvarfs leikmanna á milli ára. Aldrei hefur neitt verið gert til þess að halda í þá leikmenn sem leitað hafa á önnur mið þrátt fyrir að sumir þeirra hafi verið landsliðsmenn og því afar mikilvægir fyrir liðið. Þau lið sem eru í efstu sætum úrvalsdeildar kvenna , t.d. Valur og Breiðablik, missa ekki sína bestu leikmenn burt á þennan hátt. Af hverju er það? Jú, af því að í þessum félögum er metnaður fyrir öllum fótbolta, hvort sem karlar eða konur eru að sparka tuðrunni, og þau eru því tilbúin að leggja eitthvað í kvennaboltann annað en tíðkast hjá FH. Það græðir enginn á kvennafótbolta en samt sem áður eru umrædd félög tilbúin að leggja peninga í hann upp að vissu marki. Hver er ástæðan? Ég held það sé af því að félögin beri meiri virðingu fyrir sér en svo að undir merkjum þeirra þrífist hreint og klárt kynjamisrétti. Ég veit að kvennaflokkarnir fá ekki alveg það sama og karlaflokkarnir í þessum félögum en jafnvægið er mun meira. Í ljósi þessa finnst mér umrædd félög nær því að geta kallað sig stórveldi en FH.
  2. og meistarflokkur kvenna í FH hefur undanfarin ár þurft að vinna fyrir tilverurétti sínum innan félagsins. Stelpurnar ráku t.d. sjoppuna í sumar til þess að vinna fyrir launum þjálfarans. Nokkuð hart. Það er nú einu sinni árið 2006.
  Meistaraflokkur karla æfir á aðalvellinum á hverri einustu æfingu. Stelpurnar mega dúsa upp á æfingargrasi eða á Hvaleyrarvelli.
  Samkvæmt mínum upplýsingum fóru yfir 90 milljónir í m.fl. kk í fyrra en 3 milljónir í kvennaboltann. Það er hlægilegt.
  Það er hægt að týna endalaust til af svona atriðum en ég læt staðar numið.
  Í sumar var svo komið að aðeins einn leikmaður var eftir úr meistaraflokki kvenna. Eldri hópurinn algjörlega búin að tvístrast og allir búnir að fá nóg. Þau atriði sem nefnd eru að ofan eiga stóran þátt því. Mórallinn líka orðin lélegur. Alltaf í botnbaráttu o.sv.frv. Nokkrir leikmenn vildu prófa eitthvað nýtt. Fara í alvöru lið þar sem alvöru umgjörð er að finna.
  Í FH hefur stjórnin sama og ekkert eftirlit með starfi efstu kvennaflokkanna. Í haust var myndað nýtt kvennaráð sem er gott og blessað. Í því er hörkuduglegt og velviljað fólk sem hefur gert margt gott. Gallinn er að það vantaði reynsluna og hún er mikilvæg. Að mínu mati voru teknar nokkrar rangar ákvarðanir. Það hefði mátt segja liðið fyrr úr úrvalsdeild o.sv.frv. En hver ber ábyrgðina þegar öllu er á botninn hvolft? Getur stjórn knattspyrnudeildar varpað henni allri á reynslulítið og óreynt kvennaráð?Mér finnst það hæpið. Skipuð stjórn hlýtur að bera ábyrgð á því starfi sem fram fer í nafni knattspyrnudeildar FH. Stundum virðist samt sem efstu flokkar kvennaboltans séu ekki raunverulegur hluti af starfsemi FH heldur séu einungis til málamynda. Öruggt er að félagið fengi hræðilega umfjöllun út á við ef það leggði niður meistaraflokk kvenna og það gengur ekki þó það væri ósköp þægilegt að losna bara við hann.
  Ég er sammála þér Árni að það er almennt fyrir neðan virðingu FH að gefa leiki. Hins vegar verður að skoða hvert tilvik. Stelpurnar náðu einfaldlega ekki í lið. Margar meiddar eftir að spila bæði með 2. flokk og m.fl. í allt heila sumar. Vart gátu þær spilað 6 á móti Íslandsmeisturunum. Ég efast um að meistarflokkur karla myndi láta bjóða sér það að vera 5 leikmönnum færri en andstæðingarnir. Það er hins vegar engin hætta á að slíkt gerist þar sem stjórn FH hefur mikinn metnað fyrir meistaraflokki karla og passar er upp á leikmenn séu til í lange baner.
  Um viðhorf stjórnar knattspyrnudeildar FH til efstu kvennaflokkanna ætla ég hins vegar að nota orðið METNAÐARLEYSI enda á fátt betur við.

 2. Stærsta athugasemd sem að ég hef séð.

  Skil vel að stelpurnar hafi fengið nóg ef að svona var haldið á spilunum.

  Stjórn knattspyrnudeildar FH eru auðvitað þeir sem eiga sökina. Ég er alls ekki að kenna stelpunum um þetta en það breytir því ekki að þetta á ekki að líðast og knattspyrnudeildinni á að verða refsað fyrir þetta.

  Þetta er auðvitað bara skandall.

 3. Það er samt meira hneyksli hvernig allur þessi kvennabolti er. Það er fáránlegt að efsta liðið sé með markatöluna 90:8 sér í vil og það neðsta með 6:96 sér í óhag. Skil mjög vel að þessar stelpur hafi ekki mætt í þennan leik til þess eins að tapa með 15 mörkum. Held að Sigurjón útskýri vel af hverju stelpurnar hætta að æfa. Engin áhugi hjá flestum liðum að hafa einhvern metnaði í þessum stelpubolta.

 4. KSÍ á nú örlitla sök í þessu, samt segji ég sem FHingur að þetta sé mjög leiðinlegt mál og er ég ekki ánægður yfir þessu. En að KSÍ hlutanum.. FH-stúlkur sáu ekki fram að geta þraukað mótið út og báðu um að fá að draga liðið til baka, þetta var fyrir mót í ár eða fyrra. KSÍ neitaði þessari bón.
  Síðan er líka spurning hvort þetta sé hreinlega ekki bar gott fyrir íslenska kvennaboltan og sýnir í leið hvað þessi bolti er mikið grín. Lið sem vinna með 8+ marka mun aftur og aftur, þá ekki bara Valur, sýnir bara að munurinn er á líðnum gerir þetta bara að gríni. Nær væri að fækka liðinum og leika bara 3 eða 4falda umferð.

  Annað, þá hafði það spurst út að Valsmenn voru að reyna gera míkið úr því að þetta yrði slátrun, ná að brjóta 100 marka múrinn og slíkt sem líka fáranlega og ef ekki bara barnalegri hegðun.

  OG að lokun held ég Valsmenn ættu bara hafa sig stillta, man nú ekki betur en að umgjörðin í kringum 1 heimaleik Valsmanna í vor hafi þeir drullað uppá bak og gott betur en það, ekki einn fáni að sjá, vantaði starfsmenn á völlinn og slíkt sem á að vera í höndum félags, kenndu síðan bara KSÍ um þetta því þeir voru að leika í Laugardal, heimavöllur er heimavöllur þótt hann sé að láni eitt tímabil.

  ps. pósturinn hans sigurjón er ekki frá honum, heldur er þetta innleg sem er kóperað beint af FH-spjallinu og frá notenda þar sem heitir lalala og heitir Guðrún Sveinsdóttir í kjötheimum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s