tóndæmi dagsins

Tóndæmi dagsins skal taka með léttum fyrirvara. Hér er ekkert grín á ferðinni heldur er tóndæmi þesslegt að einhverju gæti þótt grínlegt. Það er þó ekki og er ekkert nema góður hugur að baki hér.

We are Scientists er bandarísk indie rokk sveit sem almennt er gerður góður rómur af. Þeir hafa fylgt pönk mantranu Do-It-Yourself og hafa sjálri gefið út tvær plötur og tvær EP plötur en svo kom With Love and Squalor út við ágætis undirtektir.

Sveitin mun spila á Airwaves í október og það er á hreinu að ef þeir taka tóndæmi dagsins að þá mun þakin hreinlega rifna af tónleikastaðnum og húsið jafnvel allt með. Það yrði rosalegt.

Lagið sem We Are Scientists taka í þetta skiptið er íslenskt, já íslenskt. Upprunalega útgáfan af laginu kom út á plötunni Takk… (þessir punktar skipta máli skv. Ara Tómassyni) sem SigurRós gaf út og lagið er Hoppípolla.

Mér finnst þetta skemmtilegt lag, nógu andskoti oft er ég búin að hlusta á það. Röddun og læti og þeir syngja íslenskuna alveg ágætlega. maður skilur allaveganna hvað er verið að segja og það skiptir nú öllu.

Góða helgi.

We are Scientists – Hoppípolla 

 

 

 

3 athugasemdir á “tóndæmi dagsins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s