Fyrsta myndbandið sem sýnst var á MTV var Buggles lagið Video Killed The Radio Star. Aðalmaður The Buggles er Trevor Horn sem gerði svo meðal annara Frankie Goes To Hollywood fræga, bjó til T.A.T.U og gerði Dear Catastrophe Waitress með Belle & Sebastian til að nefna eitthvað. Hann hefur líka unnið með Paul McCartney, Tinu Turner, Pet Shop Boys, Mike Oldfield, Marc Almond og hann prodúseraði Band Aid lagið Do They Know It´s Christmas, upprunalegu útgáfuna. Þarna ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
24 árum eftir að Buggles gáfu út Video Killed The Radio Star tóku þau lagið í einnar nætur endurkomu sinni á góðgerðartónleikum í London. Videoið af því er til og Trevor hefur enn röddina sína og er svalur gaur. Reyndar segir það sig sjálft að hann er svalur þar sem hann spilar á bassa eins og ég.
Hækkið í tölvunni og hlustið og horfið á snilld.
magnaður gaur… frábært lag…