nýtt blogg

Ég dáist alltaf að fólki sem að eltir drauma sína og lætur þá rætast. Margir hafa drauma t.d um að ferðast um Asíu en láta sér svo duga að vera í hjólhýsi á Húsavík. Ekki bestu skiptin en duga þó einhvern veginn fólki.

Herdís Anna vinkona mín er ein af þeim sem tekur stökkið og ætlar að láta drauma sína rætast. Hún er að fara til Berlínar í virtan söngskóla að læra óperusöng. Ekkert Fyrr var oft í koti kátt heldur alvöru aríur og óperur eftir löngu fallna meistara. (ekki meistara Megas)

Þrátt fyrir klassíska menntun og endalaust hjal um Schubert og Edith Piaf hefur Herdís góðan tónlistarsmekk þegar kemur að dægurlögum og fór frá Ísafirði á Borgarfjörð Eystri til að sjá Belle & Sebastian. Það telst plús í kladdann hjá öllum viti bornum mönnum.

Í setningunni að ofan kemur þó að mínusnum. Herdís er utan af landi, frá Ísafirði nánar tiltekið sem verður að teljast nokkuð slæmt. Ég hef á Ísafjörð komið og þar var ekkert merkilegt nema Langi Mangi og Símabúð. Hótelið er reyndar ágætt en ég hef aldrei vaknað eins þunnur og í hótelherberginu á Hótel Ísafirði hér um árið. Það er þó ekki Herdísi og Ísafirði að kenna heldur sjálfum mér.

Þegar Herdís hefur lokið námi í landi bratwurst og bjórs og snýr aftur í Íslensku Óperuna eða þá í nýja tónleikahúsið mun hún fljótt stimpla sig í hóp með konum eins og Diddú og ….. einhverjum öðrum frægum klassískum söngkonum á Íslandi sem ég kann ekki að nefna. Segjum bara Diddú og Siggu Beinteins, þær eru allaveganna báðar frægar.

(jafntefli)

Ein athugasemd á “nýtt blogg

  1. Takk Guðmundur, fyrir falleg orð. Já hún Sigga má aldeilis fara að vara sig!

    Og víst fannst þér gaman á Ísafirði, þú þorir bara ekki að viðurkenna það 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s