Þakka allar afmæliskveðjurnar. Finn engan mun á mér, ef eitthvað er að þá er ég hreinlega bara hressari.
Þetta var fín helgi. Afmæli og sigur hjá Arsenal.
Eina sem skyggði á helgina er að í gærkvöldi hringdi Hekla Dís, 3 ára í mig og tilkynnti mér það að það væri bannað að drekka mjólkina af stút. Pabbi hennar segði það. Ég sagði henni á móti að pabbi hennar væri rugludallur og þeirri fullyrðingu svaraði hún með geðveikislegum hlátri.