tóndæmi dagisins

Í fyrsta skipti í nærri fjögur ár má ég setja inn tóndæmi með þeim listamanni sem ég hef frá upphafi viljað setja inn tóndæmi með. Í fjögur ár hef ég verið að hlusta á lög eftir Togga, allskonar mix og demo sem hafa farið í gegnum margar endurnýjungar og loksins er komið að stundinni þar sem að allt er tilbúið og platan komin út.

Tóndæmi dagsins verður því í minnum haft fyrir þær sakir að Toggi vinur minn er listamaður dagsins sem og að ég og strákarnir syngjum í laginu sem gefið er hér í dag. Lagið er fyrir alla að downloada, til sjávar og sveita. Jafnt fyrir ISDN sem og ADSL notendur. Gert í fullu samráði við listamanninn og útgefendur.

Lagið sem um ræðir heitir Sexy Beast og er samið um mig. Toggi samdi það þegar ég var kosin fjórði kynþokkafyllsti karlmaður á Íslandi eftir að ég hafði tuðað í honum að hann yrði aldrei frægur ef hann ætti ekki lag sem allir gætu raulað viðlagið með, svipað og Hey Jude.

Þegar kom að því að taka upp lagið fékk svo Toggi okkur strákana til að syngja með í viðlaginu sem kemur svona helvíti skemmtilega út, gaman líka fyrir okkur að taka þátt í þessu með drengnum.

Myndina af coverinu tók Alli fyrir Togga, ég var með aumingjahroll í tvo tíma á meðan Toggi úðaði á mig vatni og Alli flissaði eins og smástrákur yfir þessu öllu saman. En þetta leggur maður á sig fyrir vini sína, svo einfalt er það. 

Ég læt þetta ekki verða lengra, drífið ykkur útí búð að kaupa diskinn hans Togga sem heitir Puppy.

Hlustið á Sexy Beast og brosið.

Toggi – Sexy Beast (með drengjakór Breiðholts)

 

 

 

20 athugasemdir á “tóndæmi dagisins

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s