Í fyrsta skipti í nærri fjögur ár má ég setja inn tóndæmi með þeim listamanni sem ég hef frá upphafi viljað setja inn tóndæmi með. Í fjögur ár hef ég verið að hlusta á lög eftir Togga, allskonar mix og demo sem hafa farið í gegnum margar endurnýjungar og loksins er komið að stundinni þar sem að allt er tilbúið og platan komin út.
Tóndæmi dagsins verður því í minnum haft fyrir þær sakir að Toggi vinur minn er listamaður dagsins sem og að ég og strákarnir syngjum í laginu sem gefið er hér í dag. Lagið er fyrir alla að downloada, til sjávar og sveita. Jafnt fyrir ISDN sem og ADSL notendur. Gert í fullu samráði við listamanninn og útgefendur.
Lagið sem um ræðir heitir Sexy Beast og er samið um mig. Toggi samdi það þegar ég var kosin fjórði kynþokkafyllsti karlmaður á Íslandi eftir að ég hafði tuðað í honum að hann yrði aldrei frægur ef hann ætti ekki lag sem allir gætu raulað viðlagið með, svipað og Hey Jude.
Þegar kom að því að taka upp lagið fékk svo Toggi okkur strákana til að syngja með í viðlaginu sem kemur svona helvíti skemmtilega út, gaman líka fyrir okkur að taka þátt í þessu með drengnum.
Myndina af coverinu tók Alli fyrir Togga, ég var með aumingjahroll í tvo tíma á meðan Toggi úðaði á mig vatni og Alli flissaði eins og smástrákur yfir þessu öllu saman. En þetta leggur maður á sig fyrir vini sína, svo einfalt er það.
Ég læt þetta ekki verða lengra, drífið ykkur útí búð að kaupa diskinn hans Togga sem heitir Puppy.
Hlustið á Sexy Beast og brosið.
Toggi – Sexy Beast (með drengjakór Breiðholts)

Hahahaha! Góð mynd!
Og lagið er skemmtilegt 🙂
Vá hvað við þurfum að koma þér í vax Gummi!
vax er fyrir stelpur hafþór… strákar hafa bringuhár.
Ég líka allur úðaður í vatni sem magnar upp hárin heil ósköp.
Guðmundur er ófáanlegur í vax. Og eftir að ég var send í vax þá óska ég ekki mínum versta óvini slíka hryllingsmeðferð. Go hairy sexy beast!
Vertu stoltur með bringuhár, vertu stoltur sem karlmenni.
hehe, ég flissaði eins og smástelpa…
Svaðalegt cover. Er að bíða eftir laginu. Bíð spennt. En coverið er heitt 🙂
hver sendi eiginlega brynju í vax??
en fínt lag.. ég heyri bara í gumma..
Hrikalega sexy… verð ekki vinnuhæf það sem eftir er dags!
merkilega gott lag. 🙂
Eins gott og lagið er þá skyggir þessi rosalega mynd alveg á það.. Ææææðisleg mynd 🙂 Og bringuhár eru algjört möst á karlmönnum..
Þetta er það sem ég sagði Togga. Að myndin myndi stela thunderinu hans of fólk myndi vilja meira með Gumma og minna með Togga.
Ef hann hefði bara hlustað.
Hvenær muntu gefa út dagatal Gummi…. þú veist, svona eggjandi dagatal????
Þegar að Alli treystir sér til að taka fleiri en eina mynd. Hann skríkti eins og flón þetta kvöld.
þetta var gaman!
Drullu-katsí
Hahahaha… ekkert smá fyndið 😉 Næsta mál á dagskrá er að kaupa Puppy!!!
Snild!
Timberlake hvað?
Ef aðeins að ég væri samkynhneigður!