Fyrir utan Drengjakór Breiðholts var aðeins ein önnur stjarna í upptökurými Sjónvarpsins. Þá er ég ekki að meina Johnny Cash eftirherman á myndinni heldur stjarnan hægra megin við Hr. Cash.
Pétur er ekki bara afbragðs náungi og laglegur drengur heldur er hann einnig góður gítarleikari, það telur. Gítarinn er líka talsvert flottari en kassagítarinn hans Johnny. Takið eftir mórauða litnum, þetta er ekki litur blandður hjá Flugger.
Sit hérna og roðna af uppgerðarhógværð.
Það erfiða við samstarf okkar Togga er að um leið og hann áttar sig á því að hann er að berjast við gítarana mína um athygli, verður annar hvor okkar að fara, og líklega verður það ég, því ég mundi sennilega seint geta haldið áfram að spila undir Togga nafni. Eða þá að hann fer að kaupa sér skrautlegar skyrtur og dansa meira á sviðinu, sem er ekki gott heldur. En, það kemur allt í ljós.
Dóri minn, ertu að reyna að kyssa hann Arnar? Hún Ásdís Rósa yrði nú ekki sátt með þetta….
æ, hvað mér þykir vænt um ykkur!
Þetta er allt í lagi, við erum frændur… kyss kyss útaf.