Í gær fór ég í sjóstöng í Norður Atlantshafi með góðu fólki. Hafður var bjór og sterkt áfengi sem drukkið er út litlum glösum sem kallast skot.
Ég var engin aflakló enda meira í því að hlæja að landkröbbum sem voru valtir í bátnum og segja gamansögur en einn aðilinn í ferðinni var alveg í því að láta segja gamansögur af sér, hann bauð uppá það. Hann þurfti ekkert að segja til að vekja kátínu áhafnarinnar heldur var nóg að horfa á hann og brosið færðist yfir mann.
Guðfinnur Ólafur Einarsson, veiddi 0 fiska en náði að fá alla áhöfnina á MS Hommanesi til að halda að hann væri skrýtinn. Þegar ég sótti Guðfinn þessa pabbahelgina féllumst mér hendur þegar hann gekk út. Hann var ekki klæddur eins og menn geta talið að sé ásættanlegt.
Við sjáum mynd. (Hún er stækkanleg)
Á myndinni má sjá Guðfinn klæddann stígvélum (gallabuxurnar girtar ofan í), græn úlpan er af Sigrúnu móður Guðfinns og stjórnarformanns B-Liðsins.
já hann guffi er snillingur og ég er ekki frá því að hann sé mjög sexy svona í grænum stígvélum og úlpunni af mömmu sinni
Ég er sérstaklega hrifin af mittinu á jakkanum, fer drengnum einstaklega vel!
Ég er ekki frá því að Borgarnes tæki honum fagnandi, ef hann fyndi sig óvelkominn á meðal siðmenntaðra.
Bíddu, er þetta ekki næsti formaður Framsóknarflokksins?
Það vantar skutulinn á myndina!
En eins og hommarnir segja það: „þetta er tízkuslys“
Ég blotnaði alla veganna ekki í fæturna, svo mikið er víst. Held því jafnframt fram að þetta hafi ekki verið svo slæmt. Öll met voru hins vegar slegin þegar ég brá mér í laxveiði 2004.
http://www.hi.is/~gudfine/myndir/t610/images/auntitled40.jpg
Hér hefur Guðfinnur gert það sem kallað er í formúlunni „að hringa sjálfan sig“, og sannað enn og aftur að þegar kemur að einelti, er sókn besta vörnin. Respect.
Hvar fær maðurinn allar þessar flottu úlpur?
Hjá Sigrúnu móður sinni.
Guffi á kærustu
Og hún klæðir hann augljósalega ekki Vpod sem er eitthvað sem þarf að taka á. Hitler átti konu, gerði það honum eitthvað gott?