Í 101 Reykjavík er lengra á milli allrar grunnþjónustu en í 109 enda Breiðholtið byggt upp sem barnvænt þjónustuhverfi sem miðbærinn er vissulega ekki. Laugaveginn þarf að labba þveran og endilangan til að fá það sem maður þarf.
Á móti kemur að öll þjónusta tengd bragðlaukum og lifrinni á mér er hér á hverju horni og það líkar manni ágætlega.
Ég átti ekki von á að segja þetta en miðbærinn er bara ágætur, ekkert Breiðholt en hreint alveg ágætur samt.