Gulrótarrasisti

Einn af mínum uppáhalds bloggurum þessa dagana er Sigmar Guðmundsson. Simmi er drengur góður, þó að hann sé úr Garðabænum. Það hefur ekkert gott komið úr því millibilsástandi sem Garðabærinn er. Garðbæingar eru eins og kettir, labba um með vanþóknunarsvip og telja sig yfir aðra hafnir. Þegar ég mæti ketti eða Garðbæing úti á götu mætir mér augnaráð sem segir „Veistu ekki hver ég er?“.

En nóg um ketti, já og Garðbæinga. Gamli M.O.R.F.Í.S þjálfarinn minn fær nú sess á linkalistanum, lista sem fáir útvaldir komast inná. Ara Tómassyni, verkfræðinema er skipt út og Garðbæingurinn kemur í staðinn. Það teljast sanngjörn skipti í alla staði.

Á blogginu hans Simma má einmitt finna þennan æðislega bút:

Hvað eru það annað en rasismi í Guðna Ágústssyni þegar hann segir að Íslenskur landbúnaður sé sá besti í heimi. Hefur hann smakkað paprikur, lambalærissneiðar og skólajógúrt frá öllum löndum í heiminum? Er eitthvað á bak við þessa grænmetisþjóðhyggju? Nei. Þetta eru alhæfingar, byggðar á fordómum og frösum. Guðni er gulrótarrasisti.

 

3 athugasemdir á “Gulrótarrasisti

  1. Ég er sammála því að Simmi sé góður drengur en bloggið hans snýst nú aðallega um að sverta mannorð mitt, og því er ég algjörlega steinhissa á því að ÞÚ af öllum skulir dá þessi skrif svona hrikalega.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s