Dómarnir um eldhús útibú Jóh klansins í miðbænum eru jákvæðir, allir með tölu. Átti ekki von á öðru.
Veitingahúsarýnirinn BÖB segir t.d.
Mummi í miðbænum stóðst allar væntingar. Hann er sannkallaður meistarakokkur og höfðingi heim að sækja“
Þegar BÖB, Villi og Ari komu í mat var á boðstólnum ostafylltar kjúklingabringur skolað niður með 2003 árgerð af ítölsku víni sem ég man ekki nafnið á, köllum það Roberto Baggio Cabernet 2003 þangað til. Í eftirrétt var svo piece de resistance sem alltaf slær í gegn og er það Jóh súkkulaðikakan sem fær drengi jafn sem meyjar til að kikna í hnjánum af hrifningu.
Hverjum á að bjóða næst?
uss, ég átti bara ekki orð yfir þessum súkkulaðimúffum með blautri miðju
mmm. svo. gott.
Þetta er engin muffa Ari Tómasson. Þetta er dýrari týpan, engin muffins kaka. Höfum það nú á hreinu 🙂
Þar sem að mér sýnist vera skortur á frambjóðendum þá býð ég mig hér með fram í næstu máltíð hjá þér. Væri tilvalið að fá eitthvað gott að borða þegar að við tökum Tiger Woods kvöldið fræga.
jah ég veit að foreldrarnir á R42 myndi þakka kærlega fyrir Jóh matseldcí góðum félagsskap
…með fyrirfram þökk þinn einlægur Ebbi