Gunnar Örn

Gunnar Örn Örlygsson, 10.þingmaður Suðvestur kjördæmis reið ekki feitum hesti úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem var um helgina. Sóttist eftir 3-4 sæti og fékk það slæma útreið að hann mun ekki ná því að verða varaþingmaður.

Gunnar stökk frá Frjálslyndaflokknum sem hann var kjörin á þing fyrir yfir í Sjálfstæðisflokkinn og átti erfiða baráttu fyrir hendi, það gaf augaleið og hann vissi það vel sjálfur. Hann ákvað samt að spíta í lófana, hlaða byssurnar og hefja stórsókn til að reyna að halda sætu sínu á þingi. Gaf hann út þetta frábæra myndband sem að hefði samkvæmt öllu átt að tryggja honum fastan sess á framboðslista flokksins í maí.

Þetta myndband er svo æðislegt að það nær engri átt. Pro vinnubrögð sem skáka Guðjóni og DonPedro. Dósahljóðið þegar Gunnar talar toppar Jerry Bruckheimer framleiðslu gildi og effektarnir skáka Júragarðinum.

Hvernig kjósendum í Suðvesturkjördæmi gat yfirsést þetta skil ég ekki. Menn sem hafa svona myndbönd eiga að lenda í topp 3.

 

7 athugasemdir á “Gunnar Örn

  1. Ansans, þú varst á undan mér að gera grín að þessu.

    Ég hélt um stund að þessi klippa væri hræðsluáróður um að hryðjuverkamenn gætu ráðist á mestu auðlind Íslands, jarðorkuna með hitastýrðum sprengjum.

  2. „Hann ákvað samt að spíta í lófana, hlaða byssurnar og hefja stórsókn til að reyna að halda sætu sínu á þingi. Gaf hún þetta frábæra myndband…“
    Er ekki fullgroft ad gera manninn ad konu eda er eg algjorlega ad misskilja setninguna?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s