Eftir rúma viku mun Sufjan Stevens troða upp í Fríkirkjunni. Ég er búin að bíða eftir því lengi að sjá Sufjan á sviði og núna mun það rætast. Mér líður svolítið svipað eins og þegar að ég vissi að Belle & Sebastian væru loksins að koma til Íslands.
Til að hita mig aðeins upp náði ég í video af tónleikum Sufjan á Austin City Limits hátíðinni þar sem hann spilar með yfir 20 manna fylgdarliði í búningum. Það að tónleikarnir í Fríkirkjunni verði helmingur af því sem þessir tónleikar hans í Austin voru dugar mér. Gæsahúð og allur tilfinningaskalinn fylgir svona tónleikum. Sufjan Stevens er ótrúlegur listamaður sem snertir alla sem hlíða á hann.
Tónleikarnir sem ég náðu í eru teknir upp af PBS sem er opna ríkisrekna sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum eru í DVD gæðum og skotnir af atvinnumönnum. Þetta kallast eigulegt á íslensku.
Ég get ekki beðið.
Sá einmitt Sufjan í gær! Með vængjum og alles!! :o) Dásamlegt…DÁSAMLEGT!!!!!
Ohhh öfund ! 😦
Þú segir rúma viku. Er þetta ekki örugglega núna um helgina?
jú þetta er núna um helgina. þetta var skrifað fyrir nokkrum dögum síðan og þá átti þetta við.
Hljómborðsleikarinn úr belle & sebastian var á tónleikunum