Afmælisbarn dagsins er nágranni minn og vinur Vilhjálmur Vilhjálmsson. Ísland er svo lítið að við Villi erum vinir og bræður okkar eru vinir líka, magnað ha?
Villi kemur úr B-liðs hluta vinahópsins, þeim hópi sem talar oft um Breiðholt af fáfræði en vill þó vel og hefur vit á því að hafa þá hljóð um hverfið fagra með póstnúmerið 109. Afhverju þessi færsla er að breytast í eitthvað um Breiðholt veit ég ekki.
Villi er góður drengur, það er það sem skiptir máli og óskar Jóh klanið allt honum innilega til hamingju með daginn.
Villi afþakkaði afmælisgjöf frá Jóh klaninu og óskaði eftir að gjöfin yrði gefin til góðgerðarmála. Við það var staðið eins og meðfylgjandi mynd sýnir.