Þetta er hitamál

Timburhús í miðbænum eru endilega ekki besti staðurinn til að vera á nú þegar hitamælirinn er vitlausu megin við núllið. Mér finnst stundum eins og ég sé í sumarbústað. Það þarf að nota kerti til að bæta við hita og opna og loka hurðum hratt og vel, annars fer allur hitinn úr húsinu.

Í Breiðholti var og er þetta ekki vandamál. Þar keyra allir ofnar á 100% styrk enda stutt í alla hitaveitu. Í 101 þarf að veita heita vatninu langar leiðir og því vatnið ekki eins heitt.

Það er um tvennt að velja.

1) Kúra með rollunni sem ég er með úti í garði til að ná hita í kroppinn.

2) Prjóna peysu úr ullinni sem rollan gefur af sér.

Augljós galli við lið tvö er að þegar ég loks væri búin að prjóna eitthvað sem gæti hitað mér væri komið sumar. Prjón og hekl var aldrei mín sterkasta hlið hjá Guðrúnu „höku“.

Gallinn við lið númer eitt er augljós. Ég er ekki einbúi af býli austur á landi heldur borgarbarn. Borgarbarn fara með stelpur uppí rúm, ekki kindur.

3 athugasemdir á “Þetta er hitamál

  1. ég hef sérlega gaman að málfræði borgarbarnsins í þessu samhengi, það virkar einmitt svolítið barbarískt.

    Gummi fara með stelpur uppí rúm, ekki kindur.
    Tarzan elska Jane

  2. Síðast þegar ég vogaði mér niðrí 101 þá lenti ég í því að sofa hjá þér Gummi. Þú hreindar hrýtur ekki, þannig að þetta var ekki svo slæmt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s