Jólagjafir

Ef það er einhver efi í huga og hjörtum lesenda síðunnar um hvað skal setja í jólapakkana þessi jólin á ég auðvelt með að hjálpa ykkur með það. Frítt ráð frá ritstjórninni.

Svo heppilega vill til að í öllum betri verslunum hér á landi er til hljómplata sem að losar mann undan öllum andlegum byrðum og léttir lundina. Hljómplatan er hin eigulegasta, í fallegum pakkningum og lögin sem á henni eru geta bæði róað mann niður og komið hlustendum niður á jörðina sem og sett takt í búkinn sem ekki var til staðar áður.

Hljómplatan kallast Puppy og er með tónlistarmanninum Togga sem glöggir lesendur ættu að fara að kannast við. Þar má t.d. finna smellinn Sexy Beast sem unnendur Coca Cola Light humma á meðan þeir svala þorsta sínum með þessum létta gosdrykk sem gefur áður óþekkta orku í líkama þeirra sem drykkinn drekka.

Málið er því einfalt, Puppy gerir jólin. Tilvalin í skóin, tilvalin sem möndlugjöf og sem auka jólagjöf.

Ein athugasemd á “Jólagjafir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s