Best varða leyndarmál Breiðholtsins lítur nú dagsins ljós. Eftir rúmlega ellefu mánaða umhugsun, breytingar og almennan þankagang lítur jólakökulisti Jóh setursins 2006 dagsins ljós.
Þetta er endanleg útgáfa af listanum. Í ár er einni sort bætt við án þess að taka út sem þýðir fullnaðarsigur fyrir Kidda, Óla og Gumma en móðir okkar hefur statt og stöðugt reynt að fækka sortum í stað þess að fjölga þeim.
Piparkökurnar t.d. voru úti í kuldanum um miðjan september en þá spilaði ég ömmuspilinu. Seldi móður minni þá hugmynd að það væri nú gaman fyrir hana að sprauta piparkökur með þriggja ára ömmubörnunum sínum. Þá kviknaði ljós hjá ömmunni/mömmunni og piparkökurnar fóru beint á listann og það með feitletri og undirstrikun.
Listinn er þessi, í engri sérstakri röð fyrir utan fyrsta sætið. Spesíur eru í allt öðrum gæðaflokki en annar jólabakstur og fá því fyrsta sætið sjálfkrafa.
01) Spesíur
02) Salthnetutoppar
03) Kransatoppar
04) Mömmutoppar
05) Lakkrísbitakökur
06) Randalína
07) Gerbollur
08) Skinkuhorn
09) Marengskökur
10) Súkkulaðibitakökur með Royal búðing
11) Piparkökur (skreyttar af mér og Guðdætrum mínum)
12) Cornflakestoppar
13) Kókóstoppar
14) Sörur
Muntu opinbera einhverjar uppskriftir eða eru þær hernaðarleyndarmál?
Fer alfarið eftir því hvaða kökur þú ásælist.
Ég verð að viðurkenna að ég er ansi spennt fyrir númer 10…allt með Royalbúðing getur ekki verið annað en himneskt!!
Nr 2 – 10 og 14 … sé þetta einstaklega auðvelt í bakstri er aldrei að vita nema ég gerist húsmóðurleg þessi jólin!! Samt grunar mig nú að móðir þín sé svoddan bökunarsnillingur að það sé mikil fjarstæða að halda að uppskriftirnar séu einfaldar!
mér finnst náttúrulega hneyksli að sörurnar séu neðstar á lista……ég var alveg með hnút í maganum allantímann meðan ég renndi yfir listann. Hélt að mamma jóh væri að gleyma aðalkökunum. En gat dregið andann léttar svo þegar ég sá að þær voru þarna.
Og hvenær á ég svo að koma til að smakka?
Hinn árlegi kökudómur verður að sjálfsögðu á sínum stað þó að ég byrti hann ekki á netinu.