Þrátt fyrir frábæra helgi á alla kanta er engin mánudagur í mér í dag. Vikan er þétt setin og ég hlakka bara til að takast á við hana. Fátt betra en einhver áskorun sem maður þarf að klóra sér í hausnum yfir.
Einn af mínusunum við miðbæinn er að það er lengra í Dóra en hann hefur bætt það upp með því að gista í miðbænum þegar hann er orðin ölvaður og leigubílstjórar neita að taka hann uppí. Það hefur bætt fyrir það að við hittumst ekki eins oft.
Á móti er annar plús og það eru fleiri samverustundir með Böb og Villa sem eru að færast nær kjarnanum í stað þess að vera hliðarlínu drengir. Það eitt og sér er auðvitað frábært þar sem þetta eru góðir drengir sem gaman er að drekka bjór með, horfa á fótbolta og xbox.
Einhverjir voru að spyrja mig hvernig London hefði verið. Ég get mest lítið sagt um það þar sem þessi dagsferð fór í fundi og lestarferðir. Ég sá ekki miðbæ London nema þegar ég gekk um ganga Picadilly stöðvarinnar en þá var ég neðanjarðar. Ég eyddi meiri tíma í flugvél heldur en í London sjálfri þannig að London var bara fín.