Tóndæmi dagsins er ekki af verri endanum, frekar en vanalega.
Nýja Damien Rice platan rennur ágætlega í gegn. Það er erfitt að setja hana beint gegn O plötunni enda hún búin að síast í undirmeðvitundina í mörg ár ásamt því að þessir tveir ógleymanlegu tónleikar á Nösu gerðu hann enn ógleymanlegri.
Platan 9 hefur runnið nokkuð vel í gegn, eitt og annað sem maður fílar og eitt og annað sem maður fílar eitthvað minna. Eitt af þeim lögum sem ég var ekkert að fíla neitt sérstaklega fyrst er lagið Coconut Skins en mér fannst það bara afskaplega venjulegt eitthvað.
Um daginn náði ég í Later með Jools Holland þar sem Damien Rice var að spila og þar tók hann þetta lag og þá kviknaði eitthvað ljós. Þetta lag er auðvitað bara frábært.
Hvað finnst þér?
Ég er nú ekki alveg búin að kaupa það… Svolítið ódýrt.
Mjög flott! Minnir mig á Bob Dylan á tímabili… er það einhver vitleysa?
Alla vega, tónleikar í mars í Vega. Byrjað að selja á mánudaginn, á ég að gera ráð fyrir þér? Og Dóra?
Ég get reddað húsnæði og allt… jafnast ekkert á við tónleika í Vega…*lokkalokka*
Get ekki sagt að ég sé að elska þetta lag neitt mjög mikið. Þarf kannski að heyra það oftar.. hann er jú með flotta rödd.. en ef einhver annar væri að syngja væri það bara ekkert spes. Gæti eins verið einhver trúbador (sem hann er kannski bara) fíla hin lögin á disknum betur..
uhh já.