Matarræði ungra drengja er oft ekki uppá marga fiska. Tíminn er oft knappur og tímanum oft ekki eytt í eldamennsku. Flatbökukassar og gosflöskur upp um alla veggi.
Það er sko ekki raunin á L82. Þar var fírað upp í pönnunum í gærkvöldi, sósan pískuð til ólífis og kartöflugratín sett inní ofninn. Bara svona þessi venjulega mánudagsmáltíð.
Aðalrétturinn var þessi svokallaða dýrari týpan, frábær medium rare nautalund. Geri aðrir betur.
Á H39 var boðið upp á dýrindis Sómasamloku með kjúkling, Trópí og Skyr.is…
mmmmmmmmm…