skyrtur

Það er alltaf áhugavert að sjá hvernig gamlir og nýjir tímar eiga það til að rekast á, stundum vel og stundum illa.

Eitt slíkt mál hefur verið í gangi í dag þegar ég tilkynnti móður minni að ég straujaði skyrtunar mínar eins og vindurinn en ég straujaði þær bara eftir mínu höfði. Ég þurfti að hafa mig allan að roðna ekki yfir þeim blótsyrðum sem úr símanum komu, fína frúin í pelsinum var ekki að tala dannað mál akkúrat á þeirri mínutu.

Til hvers að strauja alla flíkina þegar maður er eingöngu í henni undir peysu?

Til hvers að strauja alla flíkina þegar að jakki hylur næstum alla skyrtuna.

Ég strauja þess vegna eingöngu það sem er sýnilegt og ekki efnis ögn meira en það.

Þess má til gamans geta að ég er að ýkja þetta allt en það skiptir ekki máli. Góð saga á aldrei að líða fyrir sannleikann.

11 athugasemdir á “skyrtur

  1. Guðmundur, huggulegir,snyrtilegir karlmenn ganga í vel straujuðum skyrtum og hana nú, þetta veist þú vel. Eins gott fyrir þig að læra þetta.

  2. róleg mammajóh, ég á straujárn og strauborð og það er hluti af mótun minni á littla jóh og hann strauar eins og ég kenni honum, lifi döffölkótinn

  3. Ég vildi nú bara hrósa þér fyrir framúrskarandi photoshop vinnu á myndinni við færsluna. Rauði kassinn er dreginn með svo mikilli innlifun og undirstrikar setninguna: „Til hvers að strauja alla flíkina þegar að jakki hylur næstum alla skyrtuna.“

    List!

  4. Mamma Jóh! Þér hefur ekki dottið í hug að kenna barninu á þvottavél! Hvernig kemst drengurinn af þarna í L82? Það er eins gott að Arnar kunni að þvo þvott annars gengur Gummi litli bara allsber um laugaveginn….

  5. Brynja mín… þvottavélin þín er flóknari en allt og engar leiðbeiningar til á netinu enda vélin búin til áður en tölvur voru búnar til.

    Það prufuðu fjórir fullvaxnir karlmenn að starta þessari vél og ekkert gekk, hún er ekki fyrir venjulegt fólk heldur bara stjörnur eins og þig og Gussa Touche.

  6. Félagi Gummi Það á að strauja allt og líka alla flíkina. Þú veist aldrei hvenar þú þarft að bregða þér úr jakka eða peisu. Þú gætir e.t.v. tekið nafna þinn í smá straujunámskeið

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s