Reign Over Me

Reign Over Me kemur í kvikmyndahús í henni ameríku þann 9.mars. Í myndinni leika Adam Sandler og Don Cheadle. Sandler er að leika í alvörugefnu hlutverki hér svipað og í Punch Drunk Love sem sýndi að hann er góður leikari, ekki bara einhver sprellikarl og Don Cheadle hefur fyrir löngu sannað sig. Er frábær í Hotel Rwanda og betri en allt í Boogie Nights.

Trailerinn fyrir myndina er fínn og lofar góður. Tveir góðir leikarar og söguþráðurinn virðist vera ágætur. Það sem fær mig þó til að klára mér í hausnum til blóðs er þó aðeins eitt.

Afhverju í fjandanum lítur Adam Sandler nákvæmlega eins út og Bob Dylan

Annars má til gamans geta að lagið sem er í trailernum heitir einmitt Reign on Me og er gamalt Who lag en er sungið af hobbitanum Eddie Vedder í trailnerum. Ó já.

5 athugasemdir á “Reign Over Me

  1. talandi um kvikmyndir, af hverju er ekki að finna neina umfjöllun á síðunni um stuttmyndina klór eftir guðjón jónsson. myndin fékk glimrandi dóma í mogganum á mánudaginn. glimrandi.
    það er ekki einu sinni linkur á myndina hérna. veit að jennifer er sammála mér

  2. hey gummi, hvaða rugl komment ertu að fá hérna- samhengislaust bull frá e-m útlendingum t.d. nicholas herbert!!??!!

    tek það fram að éeg er ekki að meina jennifer.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s