Styttist í jólin og ég ekki búin að kaupa nema eina jólagjöf. Það mál allt verður klárað á morgun svei mér þá.
Jólatóndæmi dagsins finnst mér stórskemmtilegt. Það er ekkert æðislega vel sungið né æðislega vel spilað en heildarútgáfan er bara svo skemmtileg að maður getur ekki annað en farið í jólaskap við að hlusta á þetta. Í laginu eru jólabjöllur og hljómsveitin Maus. Allt þetta saman getur ekki annað en verið ávísun á gott lag. Maus var og er frábær hljómsveit, nýja dótið sem meðlimir sveitarinnar hafa verið að gera á ekki uppá pallborðið hjá mér en Maus er ein besta sveit íslandssögunnar í mínum huga. Mikið af góðu efni til eftir þá drengi.
Maus er gleði 🙂
ég elska maus! Takk fyrir!