Trivial …

Þessi jólin voru 100% eftir bókinni og þannig viljum við hafa það, ekkert vesen og allt í góðu lagi.

Fyrir utan harmleikinn með Stiga sleðann er Óli bróðir minn maður hátíðarinnar.

Í gær í Trivial svaraði hann spurningunni „Nefnið einn hafnarbæ á Austurlandi“ með svarinu Egilsstaðir.

Titill hans sem Gettu Betur maður fjölskyldunnar beið stór skaða en þó má það fylgja sögunni að hann vann spilið.

8 athugasemdir á “Trivial …

 1. Það er ljótt að plata á jólunum Guðmundur!

  Þó er eitt rétt í færslunni – Þú varst „Tekinn Tekinn Tekinn!“. Það er rétt að það fylgi með að þú náðir samtals einni köku í 3 spilum – það er fínn árangur.

 2. Guðmundur ég tek undir með Óla bróður þínum. Það er ljótt að segja ósatt á jólum. En svo að alþjóð viti sannleikann þá varst það þú sjálfur sem ætlaðir að slá í gegn ein jólin og varst snöggur að svara hátt og snjallt spurningunni um hafnarbæinn á Austurlandi með svarinu EGILSSTAÐIR.

 3. Leiðinlegt að sjá fjölskylduna rotta sig svona saman gegn manni.

  Ég náði fjórum kökum í einu spili, þú veist það vel. Eina ástæðan fyrir sigri þínum var að þú varst með Siggu í liði.

  Egilsstaðarsvarinu verður ekki snúið á mig.

 4. … þú tókst svo vænan sopa af malti og appelsíni og hrópaðir yfir allt jólaboðið „já, Egilsstaðir þar sem Egils Malt og Appelsín er framleitt“

  Meira að segja Amma Dúna glotti þá.

 5. ja hérna hér Guðfinnur,nú er ég alveg búin að missa alla trú á þér. Ég hélt að mammajóh væri uppáhalds Jóh-ið þitt.

 6. Það er orðið svo langt síðan mér hefur verið boðið heim í fisk að ég er hræddur um að ég fari að gleyma hvernig MammaJóh lítur út.

  Ef þér líður betur þá var mjög mjótt á munum milli þín og ÓlaJóh. Ég hugsa að einn mánudagsplokkfiskur myndi ýta þér upp í 1. sæti.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s