Bestu lögin 2006

Það er alltaf gaman að gera lista, ég er listamaður svo ég noti nafn Bíó yfir þetta.

Listinn yfir bestu lögin 2006 er ekkert svo flókinn. Bæði hjálpar last.fm og iTunes manni við að greina þetta og svo er þetta hálf einfalt bara, en rosalega gaman. Óvísindalegt með öllu.

Lög ársins 2006 eru þessi í réttri röð.

15. Justice Vs Simian – We Are Your Friends

– Frábært lag sem fær mann til að dilla sér. Myndbandið vann verðlaun á MTV í haust. Gott lag og geðveikt myndband.

14. Modern Skirts – Seventeen Dirty Magazines.

– Bíó benti mér á þetta lag, skemmtilegt popplag en ekki allra. One hit wonder.

13. Peter, Björn and John – Young Folks

– Þetta er alvöru hittari hjá sænskum indie poppurum. Spila á Nasa í lok janúar. Það er töff að blístra.

12. Daniel Johnston – I Had Lost My Mind

 – Ekki gefið út á þessu ári en myndin um tónlistarmanninn Daniel Johnston kom út á þessu ári. Þetta er frábær tónlistarmaður sem er geðsjúkur sem hefur gert það að verkum að hann hefur aldrei náð almennri hylli. Endilega kynnið ykkur kappann.

11. Islands – Swans (Life after death)

– Uppáhalds sveitin mín á Airwaves og áttu erlendu plötu ársins í mínum huga. Snillingar allir með tölu.

10. The Killers – Bones

– Ágætis follow up hjá The Killers. Bones er lagið sem mér finnst best, fannst það leiðinlegt fyrst en það óx mjög í áliti. Virkilega flott blásturshljóðfæri í þessu lagi.

09. Mates of State – For the actor

– Ein af plötum ársins án efa hjá hjónakornunum í Mates of State. For the actor er brilliant lag. Voru æðisleg á Airwaves.

08. Lo-Fi-Fnk – Boylife

 – Komu á Airwaves í fyrra og voru rosalega svalir. Flaming gay og sænskir. Ekki myndband við rétt lag en gefur tóninn.

07. Camera Obscura – Lloyd, I´m ready to be heartbroken

 – Frábær plata með frábærri hljómsveit. Skosk og vinir Belle & Sebastian. Myndbandið er æði og lagið enn meira æði.

06. Arctic Monkeys – When The Sun Goes Down

 – Frábært lag af miðlungs plötu. Ungir strákar sem vonandi standast pressuna og gera meira gott. Video af flutningi þeirra í Jolls Holland. Þegar þetta er tekið upp hafa þeir ekki meikað það ennþá.

05. Belle & Sebastian – White Collar Boy

 – Gott Belle lag af einni af betri plötum ársins. Frábært live band sem ég hef séð fimm sinnum og bara eitt besta band í heimi. Bjóðum uppá eitt video live í myndveri BBC Scotland og svo myndbandið sjálft.

04. Toggi – Sexy Beast

– Toggi gaf út plötuna Puppy í september á þessu ári. Frábær plata sem erfitt er að trúa að sé gerð af strák úr Efra-Breiðholti. Hljómar eins og besta britpop. Sexy Beast fer á listann enda er lagið um mig og ég syng í því. Ekki flókið. Mp3 og læti.

03. Islands – Rough Gem

– Eiga lag í 11.sæti líka enda platan frábær. Myndbandið við þetta lag er æði og Sameinuðu þjóðirnar ættu að sæma sveitina orðu fyrir að vera með allt litróf manna í sveitinni.

02. Guillemots – Trains to Brazil

– Frábært lag sem var nálægt því að enda í fyrsta sæti.

Get hlustað á þetta lag endalaust. En það er bara næstum því enda annað lag í 1.sæti.

01. Band of Horses – Funeral

– Lag ársins er án alls vafa Funeral með Band of Horses. Lagið er í 1.sæti á fleiri stöðum en hjá mér enda ótrúlega gott lag. Einn , tveir og töff.

Ein athugasemd á “Bestu lögin 2006

  1. Takk fyrir þetta Gummi. Nú hef ég góða afsökun fyrir að taka ekki upp bókina „Pig Diseases“ og lesa um húðsvepp og vaginal prolaps hjá svínum. Hlusti hlust
    Og gleðilegt ár sömuleiðis. Mér finnst alveg nauðsynlegt að þið Dóri komið á næstu mánuðum á tónleika í Köben á Vega. Það er bara skylda.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s