Gamlársdagur í heild sinni var frábær. Rútínan var tekin að hluta og nýjum einingum bætt við. Svona eins og við viljum hafa það bara.
Uppúr hádegi var brunað í höfuðstöðvar Landsbjargar að hitta foreldra mína og vinir þeirra sem hittast alltaf á gamlársdag og keyptir flugeldar. Fólk sem kaupir ekki flugelda hjá hjálparsveitunum verður bara að sjá um sig sjálft þegar það skellur á óveður eða flóð eða eitthvað álíka. Örn Árnason og KR-ingar verða bara að koma og redda ykkur eða eitthvað, þið eigið ekkert inni hjá Landsbjörg.
Um kl 14 mætti maður prúðbúinn til sjávarútvegráðherra og fjölskyldu hans í árlegt gamlársboð þar sem veitingarnar flæddu meðfram veggjum ásamt mis kræsilegu dóti á veisluborðinu. Vestfirsk matarveisla hljómar hvorki vel á blaði né í sjón. Súri langreyðurinn var þó smakkaður svona til að prufa eitthvað nýtt . Selahreifinn og það allt var prufað í fyrra, maður þurfti ekkert að rifja upp bragðið af því. Langreyðurinn var allt í lagi, fínn eftir að óbragðinu var skolað með íslensku brennivíni.
Kvöldmatur á Jóh setrinu var hinn besti, maður kannski var orðin aðeins dannaður eftir boðið á undan en það eykur bara almennan hressleika. Í boði var krónhjörtur sem bragðaðist virkilega vel og gott meðlæti.
Guðjón og Brynja héldu svo áramótapartý, það var fínt. Maður ætlast bara til að vera með sínu fólki og það stóðst og flestir létu sjá sig. Á næsta ári er ég til í að prufa eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi. Það vantar í partýin okkar fleira nýtt fólk, sem maður getur ruglað í.
Þú hefðir átt að koma í single and ready to mingle partíið – þar var sko nóg af fólki til að rugla í Herra „Ég bý á móti Pizza Company“.
Takk fyrir síðast 😉
-L