Egill Helga

Egill Helgason er ekki rauðhærður, hann er ekki með krullur og hann hefur aldrei bloggað. Eða svo segir hann að minnsta kosti.

Hann segir t.d. að sögu skrifa sinna á netinu megi rekja til 1.febrúar árið 2000 sem er fimm árum áður en bloggið var fundið upp. Það að pensilín hafi verið búið til í fyrsta skipti þann 1.febrúar árið 2000 er jafn trúanlegt í mínum huga.

Þar sem bloggið er frekar nýtt er öll saga þess til og vel documenteruð.

Þar kemur greinilega í ljós að Egill Helgason, sá ágæti maður hefur jú bloggað og að bloggið sem orð kom langtum fyrr í ljós. Því má einnnig álykta að Egill er vissulega rauðhærður, með krullur og hefur bloggað.

Orðið weblog sem blogger orðið kemur úr er síðan 1997, blog kom svo 1999. Blogger.com fer í loftið í ágúst 1999 og svo mætti lengi telja.

Að blogga er bara að skrifa hugrenningar sínar og skoðanir á netið. Linka á aðra sem gera hið sama og hafa möguleikann á að lesendur bloggsins geti sett inn athugasemd. Þetta allt hefur rauðhærði krullubossinn haft á sinni síðu sem hann jú bloggar ekki.

Einmitt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s