Hlustendaverðlaun

FM 957 hefur hneykslað mig sagði bíó á MSN áðan. Ég verð að taka undir það með honum , eins og bíó átti ég aldrei von á því að FM myndi hneyksla mig en það hefur gerst núna.

Nú stendur yfir netkosning fyrir Hlustendaverðlaun FM95,7 og allt í góðu með það. Eða hvað?

Fyrsti flokkurinn er söngvari ársins. Þar er Magni, Biggi úr Ampop, Stefán Hilmarsson, Bjarni úr Jeff Who? og Ragnar Kjartans úr Trabant. Ekkert að þessum flokki þannig lagað.

Tökum næsta flokk….

Söngkona ársins og þar má velja um Klöru í Nylon (afhverju hún bara úr Nylon skil ég ekki), Silvía Nótt, Ragnheiður Gröndal, Regína Ósk og Halla Vilhjálms. Ekkert merkilegur flokkur en allt í lagi.

Núna byrjar ruglið…

Plata ársins er mjög skrýtin flokkur en þar má kjósa Undir þínum áhrifum með Sálinni, My Delucions (á væntanlega að vera My Delusions með Ampop.) Platan kom út 2005 og ætti því ekki að vera þarna. Næsta plata er Death before Disco með Jeff Who? sem einnig kom út 2005 og ætti því ekki að vera þarna. Emotional með Trabant sem kom út snemma árs 2005 og svo Nylon með Nylon.

Er þetta eitthvað grín? Eldgamlar plötur. Ætti Sturla með Spilverkinu ekki bara að vera þarna líka?

Myndband ársins er svipað, gömul myndband í bland við eldri. Annars er íslensk myndbandagerð eiginlega ekki til lengur eftir dauða PoppTíví eins og það var. Í dag er stöðin ekki neitt neitt og Sirkus er flopp fullt af efni af framhaldsskólastiginu. Það gerir engin skemmtileg tónlistarmyndbönd lengur. Reyndar var Barfly með Jeff Who? ágætt og One með Trabant er það besta hin síðari ár. Synd að maður sér þetta ekkert nema þá á netinu.

Tónleikar ársins er fyndin flokkur. Þar má velja á milli Bubba tónleikana þann 6.júní 2006, Sálina og Gospel kórinn, Bó og Sinfó, Rockstar í höllinni og SiguRós á Klambratúni. Fyndið samansafn af tónleikum og ótrúlega mikið sem vantar þarna. Skil ekki alveg valið á þessu en þar sem þetta er FM að þá á ég örugglega ekkert að skilja þetta.

Lag ársins býður uppá Hvar sem ég fer (Á móti sól held ég), Barfly (Jeff Who? síðan 2005), Nasty Boy (Trabant, snemma árs 2005, var fáanlegt á netinu 2004), Til hamingju Ísland (Silvía Nógg) og Losing a friend (Nylon).

Nýliðar ársins er fyndin listi því þar eru Ampop sem hafa gefið út fjórar plötur síðan 2002 og eru engir nýliðar. Jeff Who? sem voru nýliðar árins 2005 kannski. Trabant sem gáfu út plötuna Moment of Truth árið 2001 og svo Emotional snemma árs 2005, Silvía Nótt og Dr. Mister og Mr. Handsome.

Þetta eru einhver mestu bull verðlaun sem að ég hef séð. Meirihlutinn af tilnefningunum eru úreldar og eiga ekki heima í þeim flokkum sem þær eru settar í. Svo eru þetta mikið allt sömu listarmennirnir. Afskaplega lítið varið í þetta.  

14 athugasemdir á “Hlustendaverðlaun

 1. Má svo líka bæta því við að Undir þínum áhrifum með Sálinni kom út síðla árs 2005, þannig að af fimm plötum sem eru tilnefndar þá kom ein út á síðasta ári.
  Var nokkuð gefið eitthvað út af plötum í fyrra?

 2. hahahahah snilld – þetta lið er nottla braindead upp til hópa þarna uppfrá svo það tekur lengri tíma fyrir það að fatta.. svo eitt ár til eða frá.. normal vinnsluprósess fyrir heilann..

 3. do you really care??

  en klara í nylon er bara nefnd því hún er sú eina sem syngur.. hinar segja bara svona „baabbaaabbaraa“ og „mmmmmhhhmmmmhhmmmmmm“

  hefuru aldrei séð nylon læv????:)

 4. ég var að sjá pistil frá Svala Hnakka og hérna kemur hann

  „Varðandi Hlustendaverðlaun FM957“
  „Eitthvað hefur borið á því að tónlistaráhugamenn þjóðarinnar séu að skrifa um Hlustendaverðlaun FM957, sem er gott, en mættu kannski hafa meiri upplýsingar um hátíðina sjálfa. Það sem er aðallega verið að skrifa um er varðandi að plötur sem komu út á árinu 2005, og að það þyki í meira lagi skrítið að lög af þeirri plötu séu tilnefnd fyrir árið 2006. Ég get upplýst menn og konur þjóðarinnar um það að það eru engin geimvísindi á bakvið þetta. Þetta snýst bara um smáskífuröð og hvenær lögin voru í spilun á FM957, og hefur ekkert með neitt annað að gera. Sem er ólíkt Íslensku tónlistarverðlaununum sem binda sínar reglur við hvaða ár platan kom út. Vona að þetta svari einhverju.“

  helvíti eðlilegt!!!!
  ást og virðing
  Ómar Diegó

 5. Gott að hann útskýrði þetta. Ég hélt auðvitað að það væru einhver geimvísindi á bak við þetta 🙂

  Þessi setning er snilld…

  „Þetta snýst bara um smáskífuröð og hvenær lögin voru í spilun á FM957, og hefur ekkert með neitt annað að gera“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s